Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Eitraður landi kostaði 20 mannslíf í Kosta Ríka

Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia
Tuttugu hafa dáið úr metanóleitrun í Costa Rica undanfarna daga, eftir að hafa drukkið metanólblandað áfengi. Heilbrigðisyfirvöld á Costa Rica greina frá þessu. Yfir 50 manns hafa leitað sér læknishjálpar vegna eitrunareinkenna síðustu daga. Sjúklingarnir eiga það sameiginlegt að hafa drukkið landa sem bruggaður er og eimaður úr sykurreyr og gengur undir heitinu guaro.

Ríkið hefur haft einkaleyfi á framleiðslu og sölu guaro frá 1980, en heimabrugg er engu að síður stundað grimmt auk þess sem glæpagengi brugga það og selja í stórum stíl. Fjöldi dauðsfalla er rakinn til neyslu ólöglegs guaro á ári hverju í Costa Rica. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV