Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Boða fyrstu aftöku konu í alríkisfangelsi síðan 1953

epa08548608 Protestors opposed to the death penalty show their feelings near the Federal Correctional Complex where the federal execution chamber is located in Terre Haute, Indiana, USA, 15 July 2020. As  holds placed by federal judges work their way through the legal system, Wesley Ira Purkey waits to be put to death by lethal injection for the rape and murder of a 16 year old girl in 1998. Two more executions are scheduled for 17 July and 28 August as the US Justice Department resumed executions after more than 17 years with the execution of Daniel Lewis Lee on 14 July.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
Aftökur á vegum alríkisyfirvalda hófust á ný í Terre Haute fangelsinu í Indiana í júlí 2020 eftir 17 ára hlé. Mynd: epa
Bandarísk yfirvöld hafa mælt fyrir um að framfylgja skuli dauðadómi yfir Lisu Montgomery, 52 ára konu frá Kansas sem dæmd var til dauða fyrir morðið á þungaðri konu í Missouri árið 2004. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Aftakan á að fara fram 8. desember, samkvæmt ákvörðun fangelsisyfirvalda. Gangi það eftir verður þetta fyrsta aftakan á konu í bandarísku alríkisfangelsi í 67 ár.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að einnig eigi að aflífa alríkisfrangann Brandon Bernard, sem sakfelldur var fyrir morð á tveimur prestum árið 1999.

Hefja aftökur á alríkisföngum eftir 16 ára hlé

Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í fyrra að til stæði að hefja aftökur á dauðadæmdum alríkisföngum að nýju, eftir 16 ára hlé. Vakti sú ákvörðun harða gagnrýni mannréttindasamtaka og áhrifafólks í stjórnmálum, meðal annars Kamölu Harris, varaforsetaefni Joes Bidens og fyrrverandi ríkissaksóknara Kaliforníu.

Skelfilegt morð og barnsrán

Lisa Montgomery ók frá Kansas til Missouri í desember 2004. Þar hafði hún mælt sér mót við hina 23 ára gömlu Bobbie Jo Stinnett, sem var gengin átta mánuði með sitt fyrsta barn. Hún og maður hennar ræktuðu og seldu hunda og er talið að Montgomery hafi mælt sér mót við hana á heimili hennar undir því yfirskini að hún ætlaði að kaupa af henni hvolp.

Montgomery myrti Stinnett, fjarlægði barnið úr kviði hennar og hafði það á brott með sér. Lögreglu tókst að hafa upp á henni daginn eftir morðið, með því að rekja samskipti kvennanna á netinu. Barnið var heilt á húfi.

Löng saga áfalla, ofbeldis, misnotkunar og veikinda

Montgomery er fjögurra barna móðir sem samkvæmt verjendum hennar var beitt grófu og ítrekuðu kynferðisofbeldi af stjúpföður sínum í æsku og mátti einnig þola heimilisofbeldi af hálfu tveggja eiginmanna sinna. 
 

This undated image provided by Attorneys for Lisa Montgomery shows Lisa Montgomery, who is scheduled to be executed by lethal injection on Dec. 8, 2020, at the Federal Correctional Complex in Terre Haute, Ind. Montgomery was convicted of fatally strangling a pregnant woman, cutting her body open and kidnapping her baby. (Attorneys for Lisa Montgomery via AP)
 Mynd: AP

 

Taugalífeðlisfræðingur bar fyrir rétti að höfuðáverkar sem Montgomery varð fyrir í æsku og á fullorðinsárum hefðu mögulega skaðað ákveðnar heilastöðvar með þeim afleiðingum að hún ætti erfitt með að hafa stjórn á hvötum sínum.

Verjendur hennar bentu líka á langvarandi og alvarleg andleg veikindi sem hún hafði átt við að glíma. Það kom þó fyrir ekki og kviðdómur dæmdi hana til dauða árið 2007. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV