Vopnað rán og maður grunaður um tvö brot á sóttkví

17.10.2020 - 18:14
Mynd með færslu
Mynd úr safni Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í hádeginu karlmann á Austurvelli sem er grunaður um vopnað rán á Austurvelli. Maðurinn er talinn hafa dregið upp hníf í verslun, ógnað starfsmanni og haft einhvern pening upp úr krafsinu. Þá hafði lögreglan einnig afskipti af manni sem er talinn hafa brotið sóttkví að minnsta kosti tvisvar. Hann er nýlega kominn til landsins og átti eftir að fá niðurstöðu úr seinni skimun sinni.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Lögreglan þurfti einnig að handtaka mann sem er sagður hafa brotið gegn nálgunarbanni en hann ók svokallaðri rafskútu á lögreglubíl og lét sig síðan hverfa.  Hann var gripinn skömmu síðar.  

Lögreglan er sömuleiðis með til rannsóknar þjófnað á rafgeymum við Norðlingabraut og gaskútum í 101. Gaskútarnir voru teknir frá grillum í garði.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi