Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Vígamenn íslamista drápu fjórtán nígeríska hermenn

17.10.2020 - 22:33
epa03709273 Nigerian soldiers arrive in Yola, Nigeria, 20 May 2013. Following the declaraton of a state of emergency in Yobe, Borno and Adamawa states of Nigeria last week, troops have been moved in numbers to the north east of the country to combat Boko
Nígerískir her- og lögreglumenn á ferð um Borno, þar sem vígamenn Boko Haram hafa staðið fyrir blóðugum hryðjuverkum og árásum um árabil. Mynd: EPA
Vígasveitir íslamista, sem sagðar eru tengjast Íslamska ríkinu, drápu fjórtán nígeríska hermenn er þeir réðust á bækistöð hersins í bænum Jakana, ekki fjarri stórborginni Maiduguri í norðaustanverðri Nígeríu. Árásin var gerð á föstudagskvöld, samkvæmt heimildum AFP, og beittu árásarmennirnir vélbyssum og flugskeytum.

Óstaðfestar fregnir herma að fleiri hermanna sé saknað eftir árásina og að talið sé að þeir hafi annað hvort verið numdir á brott af árásarliðinu eða náð að flýja og séu enni í felum. Þá hefur AFP eftir heimildarmanni í hernum að vígamennirnir hafi rænt fjórum hertrukkum, sem allir eru búnir öflugum vélbyssum.

Minnst 36.000 manns hafa týnt lífi í þeirri vargöld sem vopnaðar sveitir íslamista hafa staðið fyrir í Norðaustur-Nígeríu síðastliðinn áratug eða svo, og um tvær milljónir hrakist á vergang.