
Svikarar herja á Facebook-leiki íslenskra fyrirtækja
Svikin eru gerð með þeim hætti, að stofnaður er nýr reikningur sem virðist vera alveg eins og hjá íslenska fyrirtækinu. Í því nafni er haft samband við fólk, það leitt inn á sviksíðuna og það beðið um að smella á tengil til þess að setja inn upplýsingar fyrir vinninginn.
Sögur útgáfa er meðal þeirra sem lent hafa í klóm svikara með þessum hætti. Anna M. Marinósdóttir framkvæmdastjóri, segist sem betur fer ekki hafa fregnir af neinum sem hafa látið blekkjast í raun, en nokkrir hafi haft samband eftir að skilaboðin frá falska reikningnum kveikti á viðvörunarbjöllum. Því þó íslenskan virðist eðlileg, þá fatast svikurunum flugið á síðustu metrunum.
Fréttastofa hefur fregnir af fleiri fyrirtækjum sem glíma við svipaða svikahrappa. Til dæmis hefur Ísgerðin-Salatgerðin Akureyri varað við því að búið sé að búa til annan reikning í sama nafni í kjölfar Facebook- leiks. Svikarasíðan svarar þeim sem taka þátt og leiðir fólk til sín, þar sem það er beðið um að skrá upplýsingar til þess að ná í vinning.
Líkt og í tilfelli Sögu Forlags virðist mikil vinna hafa farið í að gera Facebook-reikninginn sem líkastan fyrirmyndinni.
Lögreglan varar reglulega við netglæpum af ýmsu tagi, þar sem ekki eigi til að mynda að opna grunsamlega tengla eða viðhengi.