Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, er snúin aftur til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Svandís fór í leyfi fyrir rétt rúmri viku og hefur Guðmundur Ingi Guðbrandsson gegnt störfum heilbrigðisráðherra í fjarveru hennar.