Sundhöll Selfoss lokað vegna smits

17.10.2020 - 12:01
Mynd með færslu
 Mynd: Árborg - Áborg
Sundhöll Selfoss hefur verið lokað eftir að upp kom staðfest smit hjá starfsmanni. Smitið kom upp í gær og tekur lokunin gildi í dag.

Nokkrir starfsmenn hafa farið í sóttkví í kjölfar smitsins og í samráði við almannavarnir var ákveðið að loka Sundhöllinni til að gæta fyllsta öryggis.

Í tilkynningu á vef Árborgar kemur fram að vonast sé til að hægt verði að opna á ný á miðvikudag eftir að niðurstöður úr skimunum liggja fyrir.
 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi