Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Rúmlega átta milljónir COVID-19 smita í Bandaríkjunum

17.10.2020 - 04:17
epa08727465 A person walks past a COVID testing site located at an emergency room in New York, New York, USA, 07 October 2020. There has been a recent rise in the percentage of positive COVID-19 cases in New York as the coronavirus pandemic continues and threatens to enter a second wave. Officials in the state have traced some of the uptick in cases to a number of neighborhoods where common safety protocols are sometimes not followed and are suggesting that some zip codes with large numbers of infections will have schools and non-essential businesses shut down.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: epa
Fjöldi staðfestra kórónaveirusmita í Bandaríkjunum fór yfir átta milljónir í gær, samkvæmt gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland. Þótt hægst hafi á útbreiðslu farsóttarinnar í landinu frá því að hún var hvað hröðust, þá hefur færst aukinn kraftur í hana upp á síðkastið og síðustu vikuna hafa um og yfir 53.000 tilfelli greinst á degi hverjum.

Samkvæmt frétt CNN þá greindist metfjöldi smita í minnst fjórum ríkjum Bandaríkjanna í gær, Idaho, Illinois, Norður Karólínu og Wyoming. Staðfest smit í landinu öllu nálgast nú 8.050.000 og dauðsföllin ríflega 218.500.

Indland er næst á eftir Bandaríkjunum á lista Johns Hopkins yfir fjölda smita. Þar hafa tæplega 7.4 milljónir smita verið staðfest. 5,2 milljónir hafa smitast í Brasilíu svo vitað sé og 1.360.000 í Rússlandi. Næst koma Argentína, Kólumbía og Spánn, öll með fleiri en 900.000 staðfest smit.