Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Óbreyttir borgarar féllu í eldflaugaárás á Aserbaísjan

17.10.2020 - 03:20
epa08748450 A view of a cemetary damaged by allegedly Armenian shelling in the Tartar region in Azerbaijan, 15 October 2020. The Azerbaijani Defence Ministry reported of Armenian shelling of regions of Goranboy, Terter, Aghdam and Aghjabedi in violation of the ceasefire for humanitarian purposes. Armed clashes erupted on 27 September 2020 in the simmering territorial conflict between Azerbaijan and Armenia over the Nagorno-Karabakh territory along the contact line of the self-proclaimed Nagorno-Karabakh Republic (also known as Artsakh).  EPA-EFE/AZIZ KARIMOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ekkert lát er á átökum Armena og Asera um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh og sem fyrr eru óbreyttir borgarar hvergi hultir í þeim hildarleik. Aserar gerðu stórskotaárás á stærstu borg Nagorno-Karabakh, Stepanakert, síðdegis í gær. Mikill hluti íbúa hennar hefur þegar flúið borgina vegna linnulítilla árása síðustu vikna og árás gærdagsins hrakti enn fleiri á flótta. Í nótt svöruðu Armenar með eldflaugaárás á borgina Ganja, næst-stærstu borg Aserbaísjan.

AFP-fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að eldflaug hafi eyðilagt nokkur íbúðarhús og einn þeirra sagðist hafa horft á björgunarlið bera sjö lík út úr rústunum. Árásin var gerð í skjóli nætur þegar fólk var flest í fastasvefni. Aðstoðarmaður Ilhams Alyevs, forseta Aserbaísjans, birti færslu á Twitter þar sem hann sagði fyrstu fregnir af vettvangi herma að minnst tíu óbreyttir borgarar hefðu týnt lífi í árásinni og rúmlega 40 særst. Þá hafi yfir 20 hús verið eyðilögð.