Metfjöldi smita í Þýskalandi, þriðja daginn í röð

17.10.2020 - 06:26
epa08747744 A sign reading 'For the safety of everyone, we will limit the number of customers in store for the time being' is seen on the glass door of a shop on a Berlin's famous shopping street Kurfuerstendamm, in Berlin, Germany, 15 October 2020. Federal government and the prime ministers of the federal states met on 14 October and discussed on the restrictions against the coronavirus (COVID-19). The new measures lowered the threshold such as an extended mask requirement, curfew hours in restaurants and bars, and stricter participant limits for private parties in case the number of infections increases.  EPA-EFE/HAYOUNG JEON
 Mynd: epa
Metfjöldi kórónaveirusmita greindist í Þýskalandi síðasta sólarhringinn, þriðja daginn í röð. Alls greindust 7.830 manns með COVID-19, 500 fleiri en daginn áður og um 1.200 fleiri en daginn þar áður. Þetta kemur fram í tilkynningu Robert Koch-stofnunarinnar, sem heldur utan um þróun farsóttarinnar í Þýskalandi.

33 dauðsföll voru rakin til COVID-19 síðastliðinn sólarhring, beint eða óbeint. Alls hafa þá 9.767 manns dáið úr sjúkdómnum í Þýskalandi og rúmlega 356.000 greinst með veiruna sem veldur honum.

Í frétt Der Spiegel er bent á að tölurnar nú séu ekki fyllilega sambærilegar við tölurnar frá því í vor. Skimun sé víðtækari og margfalt fleiri sýni tekin nú en í fyrstu bylgjunni. Þá greindust mest tæp 6.300 tilfelli á einum sólarhring, í lok mars. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi