218 börn í eftirliti hjá COVID-göngudeildinni

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
27 eru nú innilggjandi á Landspítalanum, þar af eru fjórir á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. Alls hefur 61 þurft að leggjast inn á Landspítalann í þriðju bylgju faraldursins. 1.222 eru nú eftirliti hjá COVID-göngudeildinni, meðal annars 218 börn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala. Nú eru 52 starfsmenn spítalans í sóttkví og 20 í einangrun með staðfest smit.  69 smit greindust í gær en af þeim voru aðeins 15 utan sóttkvíar. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi