Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Varað við ófullnægjandi andlitsgrímum

16.10.2020 - 15:47
Mynd með færslu
 Mynd: Neytendastofa - RÚV
Neytendastofa varar við ófullnægjandi andlitsgrímum. Til dæmis hafa verið seldar grímur í kössum merktum fyrirtæki í Chile sem veita litla sem enga vörn.

Í tilkynningu á vef Neytendastofu segir að nokkrar ábendingar hafi borist vegna vöru frá fyrirtækinu 3M Chile S.A. Þær grímur eru gerðar úr tveimur gagnsæjum lögum og sía lítið sem ekkert, segir í tilkynningunni. Neytendastofa veit ekki hver flytur vöruna inn og ekki heldur í hvaða verslunum þær eru seldar. Biður Neytendastofa þá sem geta veitt þessar upplýsingar að senda inn ábendingu á neytendastofa.is. 

Neytendastofa hefur undanfarið skoðað margar tegundir af grímum og segir dreifendur í flestum tilfellum hafa brugðist vel við ábendingum. Allar grímur sem seldar eru neytendum eiga að vera CE-merktar, segir Neytendastofa. Fyrir utan CE-merktar grímur þá hafa verið seldar svonefndar samfélagsgrímur. Þær veita ekki sömu vörn, segir í tilkynningu Neytendastofu.