Tveggja metra regla um allt land

16.10.2020 - 14:14
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðismálaráðherra, segir að tveggja metra regla taki gildi að nýju um allt land í næstu viku. Sóttvarnalæknir hafi lagt það til í minnisblaði sínu sem ráðherrann kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Að öðru leyti verða sömu takmarkanir í gildi og verið hafa næstu tvær til þrjár vikurnar. Stefnt er að því að kynna reglurnar á morgun en sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblaðið í gær. Hann sagði ýmis tilmæli skýrð betur og að ekki væri rúm fyrir tilslakanir.

„Það sem við erum að sjá núna er að faraldurinn virðist fara hægar niður en í vor. Veiran er dreifðari í samfélaginu og það er mat sóttvarnalæknis að þess vegna taki þetta lengri tíma. Vonandi getum við aflétt takmörkunum sem allra fyrst en enn um sinn verðum við að hafa þessar takmarkanir í gangi,“ segir Guðmundur.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi