Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sanna Marin hugsanlega veirusmituð

16.10.2020 - 14:42
epa08749413 Finland's Prime Minister Sanna Marin arrives at the second day of a EU summit, in Brussels, Belgium, 16 October 2020. EU countries leaders are meeting in person for a two-day summit expected to focus mainly on EU-UK negotiations following Brexit, climate ambition and EU Budget.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET/ POOL
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er á heimleið af leiðtogafundi Evrópusambandsríkja, þar sem hún er hugsanlega veirusmituð. Hún tók þátt í fundi á miðvikudag, þar sem þingmaðurinn Tom Packalén var meðal fundargesta. Hann greindi frá því í morgun að hann væri smitaður af kórónuveirunni.

Að auki var Marin í námunda við þingmanninn þegar atkvæði voru greidd í finnska þinginu í vikunni um traustsyfirlýsingu við einn ráðherra finnsku stjórnarinnar.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, verður fulltrúi Finnlands það sem eftir lifir leiðtogafundarins. 

Heimsfaraldurinn hefur sett svip sinn á fundinn. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, varð í gær að fara í sóttkví þegar í ljós kom að hún hafði umgengist mann sem reyndist smitaður af kórónuveirunni. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV