Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Metfjöldi hefur þegar kosið í Bandaríkjunum

epa08751411 Voters line up to cast their ballots for the 2020 presidential election at the Fairfax County Government Center in Fairfax, Virginia, USA, 16 October 2020. Early voting in Virginia began on 18 September. US presidential elections are scheduled for 03 November 2020.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tæplega 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú kosið utankjörstaðar vegna forsetakosninganna þar vestra sem munu fara fram 3. nóvember, ýmist rafrænt, í póstkosningu eða á kjörstöðum.

Þetta er metfjöldi, en í síðustu forsetakosningum árið 2016 höfðu sex milljónir kosið á þessum tíma. Þetta er að mestu leyti rakið til kórónuveirufaraldursins, til dæmis hafa aldrei fleiri kosið utankjörstaðar í Texas, en þar er póstkosning eingöngu leyfð vegna heilsubrests. 

Þá hafa meira en 2,4 milljónir íbúa í Ohio kosið utankjörstaðar sem er ríflega tvöfalt meira en í síðustu forsetakosningum.