Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lést af völdum COVID-19 á Landspítala

Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Einn lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum síðasta sólarhring. Þetta kemur fram á vef spítalans sem vottar fjölskyldu sjúklingsins samúð sína. Þar með hafa 11 látist af völdum sjúkdómsins hér á landi. Ekki er gefið upp á hvaða aldri sjúklingurinn var né hversu lengi hann lá á sjúkrahúsi.

Samkvæmt síðustu upplýsingum á vef covid.is eru nú 26 inniliggjandi á Landspítalanum með COVID-19, þar af eru fjórir á gjörgæsludeild. 67 ný innanlandssmit greindust í gær, af þeim voru 50 þegar í sóttkví. Alls eru nú 1.200 í einangrun og hafa aldrei verið fleiri.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV