Einn lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum síðasta sólarhring. Þetta kemur fram á vef spítalans sem vottar fjölskyldu sjúklingsins samúð sína. Þar með hafa 11 látist af völdum sjúkdómsins hér á landi. Ekki er gefið upp á hvaða aldri sjúklingurinn var né hversu lengi hann lá á sjúkrahúsi.