Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Kynna stuðningsaðgerðir við listir og menningu

16.10.2020 - 14:50
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hafa boðað til blaðamannfundar þar sem kynntar verða aðgerðir til stuðnings við listir og menningu. Fundurinn verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu.

Samkvæmt könnun BHM hafa átta af hverjum tíu listamönnum á Íslandi orðið fyrir tekjufalli í faraldrinum. Könnunin náði til 1.700 listamanna. Um helmingur þátttakenda hefur misst meira en 50% tekna sinna milli ára og um fimmtungur hefur orðið af 75-100% tekna. Meirihluti þeirra sem svaraði segir tekjur sínar ekki duga til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar.

Fyrr í dag samþykkti ríkisstjórnin að leggja fyrir Alþingi frumvarp um styrki sem eiga að aðstoða einyrkja og lítil fyrirtæki sem hafa orðið fyrir tekjumissi vegna faraldursins.