Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkós handtekinn í LA

16.10.2020 - 04:49
FILE - In this Friday, Sept. 15, 2017, file photo, Mexico's Defense Secretary Gen. Salvador Cienfuegos Zepeda gestures as U.S. Defense Secretary Jim Mattis listens during a reception ceremony in Mexico City. Mexico's top diplomat says the country's former defense secretary, Gen. Salvador Cienfuegos, has been arrested in Los Angeles. Foreign Relations Secretary Marcelo Ebrard wrote Thursday, Oct. 15, 2020 in his Twitter account that U.S. Ambassador Christopher Landau had informed him of Cienfuegos' arrest. (AP Photo/Rebecca Blackwell, File)
Salvador Cienfuegos ásamt kollega sínum í Bandaríkjunum, Jim Mattis, er þeir voru báðir enn í embætti varnarmálaráðherra. Mynd: AP
Salvador Cienfuegos, fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkós, var handtekinn í Bandaríkjunum í gær. Utanríkisráðherra Mexíkós, Marcelo Ebrard, greindi frá þessu á Twitter. Hann sagði sendiherra Bandaríkjanna í Mexíkó hafa upplýst sig um að Cienfuegos hefði verið handtekinn á flugvellinum í Los Angeles, en ekki fyrir hvaða sakir. Sagðist hann eiga von á að fá upplýsingar um sakargiftir frá mexíkóska ræðismanninum í Los Angeles von bráðar.

Cienfuegos var varnarmálaráðherra í stjórn Enrique Pena Nieto frá 2012 - 2018. Hann er annar mexíkóski ráðherrann á skömmum tíma, sem handtekinn hefur verið í Bandaríkjunum. Genaro Garcio Luna, fyrrverandi ráðherra almannaöryggis, var handtekinn í Texas í desember á síðasta ári og ákærður fyrir að þiggja háar fjárhæðir af hinu alræmda Sinaloa-glæpagengi, gegn því að láta eiturlyfjasmygl þess til Bandaríkjanna afskiptalaust. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV