Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fjögur flutt á sjúkrahús eftir að bíll valt

16.10.2020 - 07:34
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Tvær stúlkur og tveir drengir, á aldr­in­um 16 og 17 ára, voru flutt á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri eft­ir að bíll valt í Eyjafirði um hálf eitt leytið í nótt. Kolbrún Jónsdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum á malarkafla á Hólavegi.

Hún segir að ökumaðurinn og farþegarnir þrír hafi verið fluttir með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri en að ekkert þeirra hafi virst alvarlega slasað. Kolbrún hafði ekki upplýsingar um líðan unga fólksins að svo stöddu.