Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fimm íbúar Eirar útskrifaðir úr einangrun

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - Eir
Fimm íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir sem greindust með COVID-19 í lok september hafa verið útskrifaðir úr einangrun. Í tilkynningu frá hjúkrunarheimilinu, sem er í Grafarvogi í Reykjavík, kemur fram að fólkið hafi verið útskrifað í samstarfi við COVID-göngudeild og smitsjúkdómalækna á Landspítalanum. Íbúarnir séu við góða heilsu. 

Eftir að smitið kom upp hafi íbúarnir verið fluttir á einangrunardeild innan hjúkrunarheimilisins. Öll svið hjúkrunarheimilisins - hjúkrunarsvið, lækningasvið og stoðsvið - hafi lyft grettistaki í þessu verkefni og fengið kærkominn stuðning frá bakvörðum.  

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV