Fimm íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir sem greindust með COVID-19 í lok september hafa verið útskrifaðir úr einangrun. Í tilkynningu frá hjúkrunarheimilinu, sem er í Grafarvogi í Reykjavík, kemur fram að fólkið hafi verið útskrifað í samstarfi við COVID-göngudeild og smitsjúkdómalækna á Landspítalanum. Íbúarnir séu við góða heilsu.