Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Vilja aðgerðir vegna hættulegs íbúðarhúsnæðis

Mynd með færslu
 Mynd: Markús Þórhallsson - RÚV
Þörf er á úrbótum til að koma í veg fyrir útleigu á hættulegu íbúðahúsnæði til fólks í húsnæðisvanda.segir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur, sem vill úrbætur og vísar meðal annars í brunann á Bræðraborgarstíg í sumar.

Mikilvægt er að standa vörð um mannréttindi þegar kemur að aðgengi að öruggu og viðunandi húsnæð, segir í ályktun ráðsins.. Áhersla er lögð á nauðsyn þess að fram fari samtal um aðgeðrir til úrbóta með aðkomu löggjagar- og framkvæmdasýslu ríkisins og er þar vísað í minnisblað mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, en minnisblaðið var unnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg þar sem þrjár manneskjur létu lífið.

Horft er til aðgerða á sviðið brunavarna, öryggis og aðbúnaðar íbúa og þess að eftirlit verði styrkt. Fram kemur í minnisblaðinu að núgildandi reglur taki ekki fyllilega á þeim raunveruleika sem samfélagið stendur frammi fyrir og þörf sé á úrbótum til að koma í veg fyrir að hættulegar byggingar séu leigðar einstaklingum í miklum húsnæðisvanda. Því þurfi að fara yrir lög og reglur og verklag þeirra stofnana sem bera ábyrgð á eftirliti og einnig þurfi upplýsingar um rétt leigjenda og hvert þeir geti leitað eftir aðstoð.
 

 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV