Helsta einkenni örsögurnnar er hversu stutt hún, en örsögur fara sjaldnast yfir tvær blaðsíður, eru oftast í kringum ein síða en geta farið alveg niður í eina staka línu. Svokallaðir „einlínungar“ teljast sérstakur undirflokkur örsagna.
„Sögurnar eru margvíslegar,“ segir þýðandinn Kristín Guðrún Jónsdóttir, „stuttar frásagnir, samtal, lýsingar, kyrralífsmyndirr. Ösagan sækir áhrif sín mjög víða, í önnur bókmenntaform og aðrar bókmenntagreinar. [...] Örsagnahöfundar eru svolítið að leika sér [...] þeir hafa í gegnum tíðina gjarnan verið miklir grúskarar og þeir þekktu vel heimsbókmenntirnar,“ segir Kristín.
Örsagan í Rómönsku Ameríku tengist með öðrum orðum bókmenntasögunni sterkum böndum, goðsögum, bæði grískum og biblíulegum, en einnig gömlum dýrasögum og gömlum skáldskap, eins og sögunni af Don Kíkóta ein einnig módernískum bókmenntum í Evrópu eins og prósaljóðum Baudelaire og sögum Kafka.
„Örsagan leynir stundum á sér og lesandinn veit stundum ekki hvort verið sé að segja eitthvað eða bara verið að gera grín,“ segir Kristín, „þær kalla því á virkan lesanda.“
Það er ekkert áhlaupaverk að þýða örsögur, í svo knöppu formi er hvert orð vandlega valið. „Stillinn hjá elstu höfundunum eins og Rubén Darío f. 1873 er svolítið upphafin og hátíðlegur, en þegar líða tók á 20. öldina losuðu höfundar sig við þennan hátíðleika. Það er mikill leikur í þessum sögum, fantasía, orðaleikir og leikur með staðlað orðfæri sem gerir að verkum að sumar sögur eru beinlínis óþýðanlegar,“ segir þýðandinn Kristín Guðrún Jónsdóttir.
Við kvikuna er bók vikunnar á rás 1. Umsjónarmaður þáttarins er Jórunn Sigurðardóttir og hún ræðir við þau Valgeir Gestsson bókmenntafræðing og starfsmann mynd - og hljóðdeildar Borgarbókasafnsins og Þórunni Erlu Valdimarsdóttur rithöfund og sagnfræðing