Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Verkfalli í Straumsvík frestað um viku

15.10.2020 - 18:10
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Verkfalli sem hefjast átti í álveri Rio Tinto í Straumsvík (ISAL) á morgun föstudag, hefur verið frestað um viku.

Í stuttri yfirlýsingu á vefsíðu verkalýðsfélagsins Hlífar segir að gengið hafi verið frá samkomulagi við ISAL um að fresta verkfallsaðgerðum.

Það er sagt gert til að gefa samninganefndum meiri tíma til að ná saman um nýjan kjarasamning. Náist ekki samningar innan viku hefjist verkfallsaðgerðir þann 23. október í samræmi við fyrri boðun.