Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Þingmaður Repúblikana spáir Demókrötum sigri

epa08747618 Senate Judiciary Committee Chairman Lindsey Graham, R-S.C., speaks during the fourth day of Senate Judiciary Committee confirmation hearings for Judge Barrett on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 15 October 2020. The hearings are expected to last four days.  EPA-EFE/Susan Walsh  / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP
Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar og náinn samherji Donalds Trumps forseta, telur að Demókratar eigi góða möguleika á að tryggja sér forsetaembættið í kosningunum eftir tæpar þrjár vikur. Þingmaðurinn lét þessi orð falla í dag þegar dómsmálanefndin fjallaði um ákvörðun Trumps um að skipa dómarann Amy Coney Barrett í embætti við dómara í hæstarétti Bandaríkjanna.

Útlitið fyrir Donald Trump er fremur dökkt þessa dagana ef marka má skoðanakannanir vestanhafs. Vegið meðaltal níu kannana sem teknar voru frá fyrsta október þar til í dag í hinum svonefndu lykil- eða sveifluríkjum sýnir að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur 9,2 prósenta forskot á Trump. Í tveimur könnunum er Biden tólf prósentum yfir. Minnstur er munurinn fimm prósent Trump í óhag. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV