Hljómsveitin Of Monsters And Men, sem hefur spilað um heiminn þveran og endilangan oftar en einu sinni. Síðan faraldurinn braust út hafa þau hins vegar verið hér heima á Íslandi og nýtt tímann meðal annars í að semja tónlist. Hljómsveitin tók upp tónleika fyrir tómum sal í Iðnó í dag. „Þetta er bara skemmtilegt. Þetta er bara eins og að spila í sjónvarpi eða eitthvað þannig. Þetta er svona kunnuglegt en allt öðruvísi en að vera að spila á tónleikum,“ segir Ragnar Þórhallsson söngvari og gítarleikari.
Þið eruð kannski vön að spila fyrir aðeins fleiri áhorfendur, þannig að þetta hlýtur að vera svolítið skrítið? „Já þetta er mjög skrítið. Að hafa bara einhverjar myndavélar og nokkra að horfa á mann. Og ekkert feedback frá fólki,“ segir Brynjar Leifsson gítarleikari.