Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Lög um missi á minningarstund Gleym mér ei

Mynd með færslu
 Mynd:

Lög um missi á minningarstund Gleym mér ei

15.10.2020 - 20:30

Höfundar

Í tilefni af alþjóðlegum degi tileinkuðum missi á meðgöngu og barnsmissi stóð styrktarfélagið Gleym mér ei fyrir minningarstund sem nú er aðgengileg í Spilaranum.

15. október er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Styrktarfélagið Gleym mér ei hefur árlega haldið minningarstund þar sem foreldrar, systkini og aðstandendur hafa hist og átt saman ljúfa stund. 

Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að halda minningarstundina með hefðbundnum hætti í ár og brá Gleym mér ei á það ráð að fá tónlistarfólk til að flytja hugljúf lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um missi. Flutningurinn var tekinn upp. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bubbi Morthens, Ragnheiður Gröndal, Sigga Eyrún, Karl Olgeirsson og Guðmundur Pétursson. 

Í tilkynningu frá Gleym mér ei segir að vonast sé til þess að tónleikarnir ylji og úr verði notaleg stund þar sem minnst er í kærleik barnanna sem fá ekki takast á við gleði og sorgir í lífinu.

Tónleikarnir eru aðgengilegir í heild sinni í Spilaranum

Mynd: RÚV / RÚV