4 atriði í Ráðherranum sem gátu orðið kynlífsatriði

Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - Ráðherrann

4 atriði í Ráðherranum sem gátu orðið kynlífsatriði

15.10.2020 - 12:07
Þetta er ekki rétti tíminn til að afneita tilfinningum sínum og löngunum. Það er hellingur af kynlífi í Ráðherranum en það gæti verið meira.

Komum okkur strax að efninu: Eftir fjóra þætti af Ráðherranum erum við búin að sjá fjögur kynlífsatriði. Við erum að sjá kynlífsatriði á 50 mínútna og 30 sekúndna fresti. Það er flottur árangur en við viljum meira.

Þess vegna höfum við tekið saman fjögur atriði í Ráðherranum sem hefðu auðveldlega geta breyst í sjóðandi heit kynlífsatriði.

1. Umpottun endar alltaf eins

Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - Ráðherrann

Hefur umpottun einhvern tíma ekki endað í kynlífi? Hvaða kona getur staðist græna fingur Ólafs Darra? Það er líka augljóst hvað Benedikt var að meina þegar hann sagði með djúpri röddu: „Ég held að þessir hershöfðingjar séu tilbúnir að fara út í garð.“

2. Stökkbreytt gremja

Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - Ráðherrann

Pólitíkin er til alls vís eins og hefur sýnt sig í Ráðherranum. Eftir að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins herjuðu á forseta Alþingis í þriðja þætti hefði vel verið hægt að koma að eldheitri kynlífssenu inni í Alþingishúsinu. Það hefði líka getað opnað umræðuna um vinnutíma Alþingismanna og auðvitað þarfir þeirra.

3. Dansinn við fyrrverandi kærustuna

Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - Ráðherrann

Þarna var sannkallað dauðafæri til að koma að annarri eldheitri ástarsenu. Það er augljóst að tilfinningarnar eru enn til staðar og þessi dans undir kórsöngnum hefði hæglega getað tekið aðra og sveittari stefnu.

4. Remúlaðikossinn sem varð ekki

Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - Ráðherrann

Við vitum að það á eitthvað eftir að gerast á milli Hrefnu og Óttars. Hún var næstum því búin að kynda bálið með remúlaði á vörinni í fjórða þætti en honum tókst að klúðra því. Þarna hefðum við getað fengið að sjá alvöru pylsuandremmukynlíf, jafnvel utandyra!

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Ráðherrann seldur til Bandaríkjanna og víðar

Sjónvarp

Ráðherrann tilnefndur til verðlauna í Feneyjum

Sjónvarp

Ráðherrann tilnefndur til PRIX Europa-verðlaunanna