Höfuðstöðvar friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Viðræður eru hafnar milli Ísraels og Líbanons um landhelgi og efnahagslögsögu undan ströndum ríkjanna, en árum saman hafa þau deilt um þessi mál.
Viðræðurnar fara fram fyrir milligöngu Bandaríkjamanna í höfuðstöðvum friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, í landamærabænum Naqura.
Ísrael og Líbanon eru formlega stríði sín á milli og hafa ráðamenn í Beirút lagt á það áherslu að viðræðurnar snúist um tæknilegleg atriði. Þetta séu ekki friðarviðræður eða snúist um að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna.
Það er báðum ríkjum mikið kappsmál að ná samkomulagi, enda talið að auðlindir sé að finna undan ströndum, olía og gas.
Ekki er þó einhugur um málið í Líbanon. Fjölmiðlar hliðhollir Hisbollah-samtökunum hafa gagnrýnt þær og segja að það verði fyrst og fremst Ísraelsmenn sem græði á þeim.