Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Rannsakar tengslin milli matar og kynlífs

Mynd: RÚV / RÚV

Rannsakar tengslin milli matar og kynlífs

14.10.2020 - 08:51

Höfundar

„Mig langaði til að kanna tengslin milli þess að iðka kynlíf og borða mat,“ segir listakonan og matarhönnuðurinn Elín Margot. 

Elín opnaði nýverið sýninguna Carnal appetite í Flæði á Vesturgötu, þar sem gefur að líta leirmuni og vídjóverk sem listakonan hannaði eftir samanburðarrannsókn á matarneyslu og kynlífi. „Ég bjó til hluti úr keramik sem ég kalla holdleg eldhúsáhöld til að borða með og leggja áherslu á nautnina sem felst í því að borða.“

Líkamleg viðbrögð

Að hennar mati er margt líkara með þessum iðjum en marga grunar. „Að borða mat og njóta ásta eru mjög líkamlegar athafnir. Hvort tveggja vekur unað eða viðbjóð og kallar fram líkamleg viðbrögð. Þegar þú sérð til dæmis erótíska mynd eða mynd af girnilegum mat þá bregst líkaminn við og þú hefur enga stjórn á því.“

Nýir borðsiðir

Elín segir kynjaða hugsun víða að finna í matarmenningu. Viðteknar hugmyndir um að karlmenn skeri steikur og borði blóðugt kjöt meðan konur sjái um aðra þætti matargerðar og borði léttari mat. „Ég sé fyrir mér að við getum skapað nýjar ritúöl eða nýja borðsiði sem væru öðruvísi en þeir sem við þekkjum sem myndu upphefja líkamann og líkamlegan unað, án tillits til kynjaðrar hugsunar. Þetta snýst um að uppgötva eigin líkama, skynfærin og finna unaðinn í því að borða. Við sjáum kannski dæmi um ritúöl framtíðar eða nýja borðsiði. Ég kann að meta nautnina og unaðinn í því að borða og þess vegna geri ég þessa tengingu milli kynlífs og matar,“ segir hún. 

Elín Margot opnaði nýverið sýninguna Carnal appetite í Flæði á Vesturgötu, þar sem gefur að líta leirmuni og vídjóverk sem listakonan hannaði eftir samanburðarrannsókn á matarneyslu og kynlífi. „Ég bjó til hluti úr keramik sem ég kalla holdleg eldhúsáhöld til að borða með og leggja áherslu á nautnina sem felst í því að borða.“
 Mynd: RÚV

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér

Tengdar fréttir

Menningarefni

Fjórir inn og fjórir út – núggatkrisp vinsælastur

Myndlist

„Okkur var boðið kampavín, svo fóru þau úr herberginu“

Mannlíf

„Skömmin lifir svo góðu lífi í myrkrinu“

Sterkar sósur lögðu Helgu og Mána að velli