Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Náttúrunni til aðstoðar

14.10.2020 - 07:30
Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV-Landinn
„Við elskum svona sérvitringa en birkið er svo mikill sérvitringur. Birkið fer aldrei af stað þó það komi hitatímabil á vorin, það bíður bara þangað til rétti tíminn er kominn. Það er svo gáfað birkið. Fræin eru algjörir sérvitringar, þau fara ekki af stað nema það séu nákvæmlega réttar aðstæður á vorin og þau geta legið í fimm til sex ár í moldinni, án þess að hreyfa sig,“ segir Jóhann Loftsson, sálfræðingur og áhugamaður um trjárækt.

Landinn slóst í för með Jóhanni og Sigurði Júlíussyni, lækni, sem hafa í mörg ár safnað birkifræjum á haustin og farið með þau upp á hálendið á vorin og dreift þeim þar.

Náttúran sjálf besti ræktandinn

„Það er ævintýri líkast að sjá árangurinn af þessari uppgræðslu. Elstu trén eru orðin há og myndarleg og farin að dreifa fræjum áfram. Við höfum valið þá leið að gera litla trjálundi sem eiga síðan að breiða úr sér. Náttúran sjálf er náttúrulega besti ræktandinn, við erum bara að reyna að hjálpa henni aðeins,“ segir Jóhann.

 

gislie's picture
Gísli Einarsson