Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Frakkar setja á útgöngubann um nætur

14.10.2020 - 18:34
epa08134052 French President Emmanuel Macron delivers his New Year wishes to the soldiers as he visits an army base in Orleans, France, 16 January 2020. President Macron will delivered the new year's speech to France's armed forces, amid new tensions in the Mideast and Africa.  EPA-EFE/JULIEN DE ROSA / POOL
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í ávarpi nú rétt í þessu að frá og með næsta laugardegi verði í gildi útgöngubann í París og átta öðrum borgum, frá klukkan níu að kvöldi til sex að morgni. Bannið verður í gildi í fjórar vikur og tilgangurinn með því er að stemma stigu við mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.

Forsetinn sagði í ávarpinu að staðan væri áhyggjuefni að yfirvöld hafi ekki misst stjórnina á henni. „Við verðum að grípa til aðgerða. Við þurfum að bremsa faraldurinn af,“ sagði Macron í ávarpinu.

Útgöngubannið gildir einnig í borgunum Rouen, Lille, St Etienne, Lyon, Grenoble, Montpellier, Marseille og Toulouse. Brjóti fólk útgöngubannið verður það sektað um 135 evrur, upphæð sem samsvarar um 22.000 íslenskra króna. 

Macron sagði í ávarpinu í kvöld að fólk í þessum borgum verði nú að sleppa því að fara á veitingastaði og kvöldin og sömuleiðis að kíkja í heimsóknir til vina. Í ítrustu neyð má fólk þó fara út.

Smitum í Frakklandi hefur fjölgað mikið að undanförnu. 22.000 smit voru greind í landinu í gær. Alls eru smitin í Frakklandi 798.257. 33.056 hafa látist úr sjúkdómnum i faraldrinum í landinu. 

Börum í Katalóníu lokað

COVID-19 tilfellum er að fjölga víðar í Evrópu og því er verið að grípa til aðgerða, til að mynda í Katalóníu á Spáni, þar sem börum og veitingastöðum gert að hafa lokað næstu tvær vikur.

epa08472421 Customers wearing face masks chat as they wait to have breakfast inside the Nuria restaurant in downtown Barcelona, northeastern Spain, 08 June 2020. The restaurant invited its neighbors for a free breakfast to mark its re-opening on the first day as the region reaches the second phase of the country's gradual exit strategy from restrictions implemented to stem the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus that causes the COVID-19 disease.  EPA-EFE/Quique Garcia
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Þá er fólk eindregið hvatt til að halda sig heima. Héraðsstjórinn sagði í dag að aðgerðirnar væru nauðsynlegar til að reyna að koma í veg fyrir að grípa þyrfti til útgöngubanns.  

116 létust úr COVID-19 á einum sólarhring í Póllandi

Í Póllandi hefur smitum fjölgað mikið og voru 6.500 smit greind síðasta sólarhringinn. Dauðsföllin voru 116 og hafa ekki verið jafn mörg þar í landi á einum degi í faraldrinum. Rauð viðvörun er í gildi á nokkrum svæðum og til skoðunar er að svo verði víðar, þar á meðal í höfuðborginni Varsjá.

epa08719757 People walk on a street of Zakopane during the coronavirus pandemic, in Zakopane, in the Tatra Mountains, southern  Poland, 04 October 2020. The Polish Government Legislation Centre announced that a total of 17 counties and the southern Polish city of Zakopane in Poland are designated as 'red' zones, while 34 other counties and six cities are 'yellow' zones. The most rigorous sanitary restrictions have been put in areas called 'red' zones, where wearing face masks in public, including outside, has been made mandatory.  EPA-EFE/Grzegorz Momot POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP

Metfjöldi smita í Rússlandi

Rúmlega fjórtán þúsund smit voru greind í Rússlandi síðasta sólarhringinn og hafa aldrei verið fleiri. Skylt er að vera með grímu og hanska í almenningssamgöngum en síðan í maí hafa 96.000 manns í Moskvu fengið sekt fyrir að fara ekki eftir þeim reglum. Mikhail Murahsko, heilbrigðisráðherra Rússlands, sagði í dag að því miður væri það svo að ekki fari allir eftir sóttvarnarreglum. „Auðvitað eiga allir að fara eftir þessum reglum þar til hjarðónæmi er náð,“ sagði ráðherrann.

epa08696863 People wearing protective face masks walk on the Red Square in Moscow, Russia, 25 September 2020. According to official information, in the past 24 hours Russia registered 7,212 new cases caused by the SARS-CoV-2 coronavirus infection and 108 coronavirus-related deaths. Moscow authorities advised older people not to go out and not visit crowded public places.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA