Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Deilendur hvattir til að virða vopnahlé

14.10.2020 - 10:17
epa08731944 A still image taken from a a handout video footage made available 09 October 2020 by the Azebaijani Defence Ministry on its official website shows Azeri servicemen with an Azerbaijani flag in Jabrayil district in Azerbaijan after the Azerbaijani Army took it under control. Armed clashes erupted on 27 September 2020 in the simmering territorial conflict between Azerbaijan and Armenia over the Nagorno-Karabakh territory along the contact line of the self-proclaimed Nagorno-Karabakh Republic (also known as Artsakh).  EPA-EFE/AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY /  HANDOUT BEST QUALITY AVAILABLE/HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Aserskir hermenn. Mynd: EPA-EFE - AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY
Stjórnvöld í Rússlandi ítrekuðu í morgun tilmæli til Armena og Asera um að halda að sér höndum og virða gildandi vopnahlé. 

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, ræddi við starfsbræður sína í Armeníu og Aserabaísjan og hvatti þá til að virða þá skilmála sem samið hefði verið um um helgina. 

Aserar kváðust í morgun hafa gert árásir á flugskeytaskotpalla í Armeníu í nótt sem notaðir hefðu verið til árása á almenna borgara í Aserbaísjan.

Armenska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar á hernaðarleg skotmörk í landinu og kvað réttlætanlegt að þeim yrði svarað, en vísaði því á bug að armenski herinn hefði skotið yfir landamærin.

Ilham Alijev, forseti Aserbaísjan, sagði að Armenar væru að reyna árásir á olíuleiðslur í Asaerbaísjan, en það yrði þeim dýrkeypt létu þeir verða af því.