Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Bríet, Hjálmar og Tómas Welding með nýtt

Mynd: Sigurður Erik / Kveðja

Bríet, Hjálmar og Tómas Welding með nýtt

14.10.2020 - 11:20

Höfundar

Hressleikinn í útgáfu á íslenskri heldur áfram og að þessu sinni er boðið upp á nýtt frá sumum af vinsælustu tónlistarmönnum yngri kynslóðarinnar á árinu, þó að reynslan og Suðurnesja-seiglan fái líka að fljóta með í blönduna.

Bríet - Rólegur kúreki

Tónlistarkonan Bríet sendi frá sér plötuna Kveðju um helgina þar sem flest lög eru eftir hana og Pálma Ragnar Ásgeirsson. Lagið Rólegur kúreki er í svipuðum stíl og síðasti söngull Bríetar, Esjan, sem er sennilega eitt allra vinsælasta lag ársins.


Rún - Think About You

Guðrún Ólafsdóttir hefur sent frá sér lagið Think About You undir listamannsnafninu Rún. Í laginu nýtur hún aðstoðar Bergs Einars á trommur, Benjamíns Gísla á hljómborð, Brandons Rose á bassa, Rhythm Shaw á gítar auk Nils Wrasse, Gaetan Fournet-Fayas, Christians Mehler, Samuels Restle á blásturshljóðfæri.


Tómas Welding - Arcade

Tómas Welding hefur gefið út lagið Arcade þar sem hann heldur áfram í samstarfi við Pálma Ragnar Ásgeirsson sem virðist vera að hitta í mark ef marka má spilunartölur á Spottanum á lögum þeirra Cop Car, Go The Distance og Lifeline.


Fríða Dís - More Coffee

Fríða Dís hefur gefið út lagið More Coffee en fyrr á árinu kom út platan Myndaalbúm er sólóplata Fríðu Dísar, sem er þekktust fyrir að hafa sungið með Klassart.


Hjálmar - Yfir hafið

Yfir hafið er titilllag nýjustu plötu Hjálma sem þeir félagar ákváðu að endurgera samnefndra plötu hljómsveitarinnar Unimog en sú kom út árið 2014. Unimog var skipuð þeim Sigga, Steina og Kidda úr Hjálmum ásamt Ásgeiri Trausta og það má segja að Yfir hafið hafi lent milli skips og bryggju.


Tendra - Draumaland

Lagið Draumaland sem kemur út í vikunni er lag af fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar Tendru. Mikael Máni gítarleikara sveitarinnar samdi lagið og textann samdi hinn helmingur bandsins, söngkonan Marína Ósk.


Dagný - Ró

Dagný Bassadóttir hefur sent frá sér lagið Ró þar sem hún syngur auk þess að spila á gítar og hljómborð. Skúli Gíslason spilar á trommur, perk og tröppur en Jón Ólafsson á hljómborð.


Jökull Logi, UKDD - Blóm

Jökull Logi hefur sent frá sér lagið Blóm þar sem hann er í samvinnu við portúgalska lágskerpu hipp hopp-taktsmiðinn UKDD en lagið er tilraunakennt, djassskotið lágskerpu hipp hopp í ætt við lög taktsmiða eins og Knxwledge og fleiri.