Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Börum og veitingahúsum lokað í Katalóníu

14.10.2020 - 14:07
epa08472421 Customers wearing face masks chat as they wait to have breakfast inside the Nuria restaurant in downtown Barcelona, northeastern Spain, 08 June 2020. The restaurant invited its neighbors for a free breakfast to mark its re-opening on the first day as the region reaches the second phase of the country's gradual exit strategy from restrictions implemented to stem the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus that causes the COVID-19 disease.  EPA-EFE/Quique Garcia
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Börum og veitingahúsum verður lokað í Katalóníu frá og með föstudegi til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar, það því er Pere Aragones, bráðabirgðaleiðtogi heimastjórnarinnar heimastjórnarinnar tilkynnti í dag. Lokunin varir í fimmtán daga að minnsta kosti. Aragones kvaðst harma að þurfa að grípa til þessara ráðstafana, en þær væru nauðsynlegar í ljósi ástandsins.

Einnig verður afgreiðslutími styttur í verslanamiðstöðvum. Fyrirtækjum verður lokað þar sem starfsfólk er í nánum tengslum við viðskiptavini. Hárgreiðslustofur verða þó opnar. 

Á annað þúsund manns liggja á sjúkrahúsum í Katalóníu vegna COVID-19, þar af 189 í gjörgæslu. Smittíðni í héraðinu er 279 á hverja hundrað þúsund íbúa um þessar mundir.