Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Toshiki er hættur við að hætta í VG

Mynd með færslu
 Mynd: Toshiki Toma
Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, hefur snúist hugur um að hætta í Vinstrihreyfingunni grænu framboði, en hann tilkynnti um það í síðustu viku og sagði þá flokkinn sýna málefnum hælisleitenda áhugaleysi og hunsa óréttlæti dómsmálayfirvalda í garð þeirra. Hann skipti um skoðun eftir að hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Toshiki greinir frá þessu á facebook-síðu sinni. Þar segir hann að honum hafi fundist að VG hlustaði ekki nægilega vel á sjónarmið flóttafólks og þá sem vinna með því.

Facebookfærsla Toshiki Toma

Af facebooksíðu Toshiki Toma.

„Í gær fékk ég tækifæri að hitta og tala við Katrínu Jakobsdóttur, formann VG,“ skrifar Toshiki. Hún hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir út grasrótinni. 

„Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna,“ skrifar Toshiki í færslu sinni.