Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Smit í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra

13.10.2020 - 15:31
Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, er smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Hann greindist jákvæður fyrir veirunni og hefur verið í einangrun síðustu daga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Rögnvaldur hefur einkenni veirunnar og heilsast vel miðað við aðstæður. Þrír aðrir samstarfsmenn hans fóru í sóttkví eftir að smitið uppgötvaðist.

Almannavarnadeild fer ítarlega eftir reglum og leiðbeiningum um sóttvarnir og samkomutakmarkanir og hafa veikindi Rögnvalds og sóttkví þriggja starfsmanna ekki haft áhrif á starfsemi almannavarnadeildar samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningunni.