Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ríflega tíu milljónir búnar að kjósa

epa08738735 Voters cast ballots as the first day of early voting is underway at the George Pierce Park in Suwanee, Georgia, USA, 12 October 2020.  EPA-EFE/JOHN AMIS   EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Frá utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Suwanee í Georgíu. Mynd: EPA-EFE - ATLANTA JOURNAL CONSTITUTION
Ríflega tíu milljónir manna hafa þegar greitt atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í gögnum sem U.S. Elections Project hefur safnað saman og telja sérfræðingar þar á bæ þetta vera vísbendingu um að kjörsókn verði mikil.

Samkvæmt gögnum þeirra hafa 10,4 milljónir manna nú greitt atkvæði utan kjörfundar, en á sama tíma fyrir síðustu kosningar árið 2016 hafi 1,4 milljónir manna verið búnar að kjósa.

Í Minnesota, Suður-Dakóta, Vermont, Virginíu og Wisconsin, sé fjöldi atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni orðinn meiri en sem nemi fimmtungi af heildarkjörsókn í ríkjunum fimm árið 2016.