Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Heimamenn lokuðu héruðum í spænsku veikinni

Mynd:  / 

Heimamenn lokuðu héruðum í spænsku veikinni

13.10.2020 - 10:14

Höfundar

Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur lauk í sumar ritun bókar um spænsku veikina.

Í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 sagði hann frá þeim aðgerðum sem gripið var til til að sporna við útbreiðslu þessarar skæðu veiki sem á endanum kostaði um 500 Íslendinga lífið.

Fátt var um miðstýrðar sóttvarnaráðstafanir þegar spænska veikin geisaði haustið 1918. Landlæknir vanmat veikina og taldi hana ganga yfir eins og venjulega inflúensu. Þegar spurðist út um landsbyggðirnar að fólk í Reykjavík og nágrenni veiktist illa og margir biðu bana afréðu heimamenn víða að loka héruðum eða svæðum. 

Aðgerðaleysi landlæknis var harðlega gagnrýnt. Steingrímur læknir Matthíasson á Akureyri talaði um „samöndunarnálægð“ sem heimfæra má upp á tveggja metra regluna í dag.