Heitir eftir nyrstu jörð landsins
Landinn kynnti sér starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar en hún heitir Rif eftir samnefndri jörð á Melrakkasléttu, sem er nyrsta jörð landsins. Ríkisjörðin Rif fór í eyði 1947 og er núna helsti vettvangur rannsóknar og vöktunarverkefna rannsóknarstöðvarinnar.
Hugmynd til að efla byggð
„Rannsóknarstöðin Rif var stofnuð árið 2014 og þetta kom upphaflega til sem hugmynd þegar Byggðastofnun kallaði eftir hugmyndum sem gætu eflt byggð og samfélag hérna á svæðinu. Við erum í margvíslegu samstarfi við stofnanir víða um heim og sinnum ýmsum vöktunarverkefnum í nátturunni, meðal annars ferskvatnsvöktun, rykmælingum og við fylgjumst með frjóvgun holtasóleyja, svo dæmi séu tekin,“ segir Hrönn.