Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

ESB-ríki samræma aðgerðir

13.10.2020 - 11:51
epa08739207 Passengers await their respective flights at Tocumen International Airport, near Panama City, Panama, 12 October 2020. Panama reopened commercial and international aviation and tourism on 12 October after seven months of the COVID-19 pandemic with its limited air borders, but will maintain mobility restrictions in a plan towards a 'new normal' that has been slowed at the last minute given the validity of the risks of the ongoing pandemic.  EPA-EFE/BIENVENIDO VELASCO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um viðmið til að samræma ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, þannig að ólíkar reglur gildi ekki frá einu ríki til annars. Greint var frá þessu á ráðherrafundi í Lúxemborg í morgun, Reglur verða þó ekki bindandi fyrir aðildarríki. 

Að sögn fréttastofunnar AFP á að koma á fót sameiginlegu skráningarkerfi  til að skilgreina áhættusvæði.

Gert sé ráð fyrir að Evrópska smitsjúkdómastofnunin ECDC birti vikulega kort af ríkjum álfunnar þar sem sýnt verði með mismunandi litum, appelsínugulum, rauðum eða grænum, hvernig ástandið sé á ákveðnum svæðum og fjórði liturinn, grár, sýni svæði þar sem ekki séu nægar upplýsingar um stöðu mála.

Ekki verði hægt að meina fólki að ferðast milli aðildarríkja, en fólk sem komi frá svæðum sem hafi annan lit en grænan þurfi að fara í skimun eða sóttkví.