Eldur í mannlausum bíl á Svalbarðsströnd

13.10.2020 - 15:27
Mynd: Óðinn Svan Óðinsson / RÚV
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á Svalbarðsströnd á þriðja tímanum í dag. Bíllinn var innan um fleiri bíla en bílapartasala er rekin á lóðinni þar sem eldurinn kom upp. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn svo hann náði ekki að berast í nærliggjandi bíla og hluti. Bíllinn er ónýtur, eins og sjá má á myndum sem fréttamaður RÚV, náði á vettvangi.
Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi