Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

900 börn í borginni í sóttkví og smit í 35 skólum

13.10.2020 - 14:04
Grunnskólabörn lesa. Úr umfjöllun Kveiks um læsi.
 Mynd: Kveikur - RÚV
Hátt í 900 börn í leik- og grunnskólum Reykjavíkur eru nú í sóttkví. Sjö leikskólabörn hafa greinst með kórónuveiruna og 34 grunnskólabörn. Smit hafa komið upp í 25 af 44 grunnskólum borgarinnar og í tíu af 88 leikskólum.

Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu RÚV.

Um er að ræða 688 nemendur í grunnskólum í sóttkví og 200 leikskólabörn.

Í svarinu segir að tíu leikskólastarfsmenn séu með staðfest smit og 13 starfsmenn í grunnskólum. Þá séu tveir starfsmenn í frístundastarfi smitaðir. Margar starfseiningar eru að fara úr sóttkví í dag og á morgun.