Vopnahlé virt að vettugi í Nagorno-Karabakh

12.10.2020 - 08:53
epa08704181 A still image taken from a handout video footage published 28 September 2020 on the official website or the Azerbaijan's Defence Ministry shows Azerbaijani army serviceman during a military operation at the contact line of the self-proclaimed Nagorno-Karabakh Republic (also known as Artsakh). Armed clashes erupted on 27 September 2020 in the simmering territorial conflict between Azerbaijan and Armenia over the Nagorno-Karabakh territory along the contact line of the self-proclaimed Nagorno-Karabakh Republic.  EPA-EFE/AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY / HANDOUT MANDATORY CREDIT / BEST QUALITY AVAILABLE HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Aserskir hermenn. Mynd: EPA-EFE - AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY
Armenar og Aserar héldu áfram hernaðaraðgerðum í nótt og morgun í héraðinu Nagorno-Karabakh, þrátt fyrir að samið hefði verið um vopnahlé fyrir helgi. Hvorir saka hina um að hafa brotið gegn því.

Fréttamaður AFP fréttastofunnar í bænum Barda í Aserbaísjan, skammt frá víglínunni, heyrði skothríð í morgunsárið. Hið sama sagði ljósmyndari fréttastofunnar í Stepanakert, höfuðstað Nagorno-Karabakh.
Samningar tókust fyrir helgi um vopnahlé af mannúðarástæðum fyrir tilstuðlan rússneskra stjórnvalda. Það átti að taka gildi á laugardagsmorgun en hefur margoft verið rofið. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi