Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Nóbelsverðlaunin í hagfræði til Bandaríkjanna

epa08737316 US economists Paul R. Milgrom (L) and Robert B. Wilson (R) receive the Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel for 2020 presented at a press conference in Stockholm, Sweden, 12 October 2020. Americans Paul Milgrom and Robert Wilson receive the 2020 Nobel Prize in Economic Science for improving auction theory.  EPA-EFE/ANDERS WIKLUND SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT
Bandarísku hagfræðingarnir Paul Milgrom og Robert Wilson hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir uppgötvanir sínar og þróun á uppboðskenningunni. Fyrir þeirra tilstuðlan er unnt að halda uppboð á vörum og þjónustu sem ella væri erfitt að koma í verð, svo sem útvarpstíðnum.

Í greinargerð sænsku vísindaakademíunnar segir að uppgötvanir Milgroms og Wilsons hafi verið kaupendum, seljendum og skattgreiðendum um víða veröld til hagsbóta. Verðlaunahafarnir skipta með sér tíu milljónum sænskra króna, rúmum 156 milljónum íslenskra króna.

Nóbelsverðlaunin í hagfræði hafa verið veitt frá árinu 1969. Þau eru á forræði seðlabanka Svíþjóðar. 

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV