Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bæta við vegna fólks í einangrun

12.10.2020 - 07:20
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Freyr Arnarson - RÚV
Ein hæð til viðbótar verður tekin í notkun í farsóttarhúsinu í Hótel Rauðará við Rauðarárstíg fyrir fólk í einangrun. Hingað til hefur húsið eingöngu verið notað fyrir fólk í sóttkví og fólk í einangrun hefur verið á Hótel Lind, sem nú er að fyllast.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar er haft eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, umsjónarmanni farsóttarhúsanna, að hæðin verði tekin í notkun þegar þörf krefji og að það gæti orðið í dag. Í frétt blaðsins segir að í gær hafi alls verið 86 gestir í farsóttarhúsunum; 63 í einangrun og 23 í sóttkví.

Í húsunum er pláss fyrir 150 - 160 manns í einangrun og Gylfi segir í samtali við Morgunblaðið að staðan breytist fljótt.