Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

50 innanlandssmit, 33 í sóttkví og færri á sjúkrahúsi

12.10.2020 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ljósmynd
50 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir landamæraskimun. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 240,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267,2. Í gær var það 237,3 og hækkar því aðeins á milli daga.

33 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en það eru 66%. 

1.503 sýni voru tekin innanlands í gær, en daginn áður voru þau 2.152.  Nú eru 1.022 í einangrun og 4.296 í sóttkví. 23 eru á sjúkrahúsi, en voru 25 í gær og þrír á gjörgæslu, eins og í gær.

 
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir