50 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir landamæraskimun. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 240,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267,2. Í gær var það 237,3 og hækkar því aðeins á milli daga.