Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Sprengjum varpað þrátt fyrir vopnahlé

11.10.2020 - 07:07
epa08731940 A still image taken from a a handout video footage made available 09 October 2020 by the Azebaijani Defence Ministry on its official website shows view of Jabrayil district in Azerbaijan after the Azerbaijani Army took it under control. Armed clashes erupted on 27 September 2020 in the simmering territorial conflict between Azerbaijan and Armenia over the Nagorno-Karabakh territory along the contact line of the self-proclaimed Nagorno-Karabakh Republic (also known as Artsakh).  EPA-EFE/AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY /  HANDOUT BEST QUALITY AVAILABLE/HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY
Ekkert lát virðist á átökum á milli Asera og Armena í og við sjálfstjórnarhéraðið Nagorno-Karabakh þrátt fyrir umsamið vopnahlé. Að sögn AFP fréttastofunnar var sprengjum varpað á borgina Stepanakert í Nagorno-Karabakh í alla nótt.

Utanríkisráðuneyti Aserbaísjans sagði armenska herinn hafa gert sprengjuárásir á íbúðahverfi í borginni Ganja í nótt, þá næst stærstu í landinu. Sjö eru sagðir látnir og 33 særðir eftir árásirnar, þeirra á meðal börn, segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins.

Varnarmálaráðuneytið í Nagorno-Karabakh sagði Armena virða vopnahléið, og fregnir af sprengjuárásum hersveita úr héraðinu í Ganja vera algjöran þvætting. Þeir saka Asera á móti um að hafa varpað sprengjum á íbúðahverfi í héraðinu.

Umsamið vopnahlé tók gildi á hádegi að staðartíma í gær. Síðan þá hafa borist fregnir af áframhaldandi sprengjuárásum.