Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Sextán ára eltist við stórtækar vinnuvélar

11.10.2020 - 09:30
Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV-Landinn
Kári er sextán ára og ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Síðustu sumur hefur hann ráðið sig sem vinnumann hjá Bryndísi, kúabónda í Flóa. „Ég var ábyggilega ellefu ára þegar ég fékk að fara í sauðburð en sá ekki dýrin en sá bara skítinn og fór að moka hann,“ segir Kári Pálsson.

Slær garða og tekur myndir af vinnuvélum í frítímanum

Kári er alltaf á fullu sem kemur sér vel í sveitinni. Hann er svo frítímanum til að slá garða í Reykjavík og sinna einu af megináhugamálum sínum - að taka myndir af stórtækum vinnuvélum. Myndirnar setur hann á instagram síðuna sína Icelandic_Construction. Myndirnar eru teknar víða um land og Kári leggur ýmislegt á sig til að komast á vinnusvæðin, enda ekki kominn með bílpróf og fær foreldra og bræður til að skutla sér.

Ekki í búfræði heldur húsamíði

Kári útskrifaðist úr Hagaskóla síðasta vor. Hann er búinn að ákveða að verða ekki bóndi og hóf nám í húsasmíði í haust.

Landinn hittir Kára í sveitinni í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 19.50. 

 

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður