Færri á sjúkrahúsi núna en það gæti breyst
Sextíu greindust innanlands í gær. 1.017 er í einangrun með sjúkdóminn. Ekki hafa verið jafn margir veikir á sama tíma og í fyrstu bylgju faraldursins. Þá fór fjöldi í einangrun yfir þúsund þann 1. apríl. Sama dag létust tveir sjúklingar á Landspítala og höfðu þá samtals fjórir látist úr sjúkdómnum. Þá voru 40 á Landspítala, þar af 11 á gjörgæslu og tíu þeirra í öndunarvél.
Núna eru 26 á Landspítala, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Enginn hefur látist í þessari bylgju.