Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Eldur í mannlausum bíl á Akureyri

11.10.2020 - 23:08
Mynd: Óðinn Svan Óðinsson / RÚV
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á Akureyri á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn var á bílastæði fyrir utan fjölbýlishús. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn er þó mikið skemmdur, eða jafnvel ónýtur, eins og sjá má á myndum sem Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV, náði á vettvangi.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV